Categories
Fréttir

Vorönn Háskóladansins 2022 Spring Semester 2022

Haustönn Háskóladansins hefst Miðvikudaginn 2. mars.
Önnin verður 5 vikur í þetta sinn, styttri útaf covid.
Endilega nýtið tækifærið og látið sjá ykkur!
Háskóladansinn er ekki eingöngu fyrir háskólanema heldur fyrir alla sem vilja taka þátt.
Boðið verður upp á námskeið í Choreography Workout og K-Pop dönsum.
Engin danskunnátta nauðsynleg og þurfið ekki að mæta með félaga, bara góða skapið 🙂
Annargjald:
Nemar: 5.000 kr
Aðrir: 7.000 kr
Annargjaldið veitir aðgang að öllum dönsunum sem við kennum.


Our spring semester starts Wednesday the 2nd of March. The semester is 5 weeks this time around and we encourage everyone to drop by and try out the dances.
Our classes are not just for university students, anyone who is interested is welcome.
This semester we offer dance classes in Choreography Workout & K-Pop Dances.
No previous dance experiences is required and you don’t need to bring a partner 🙂
Semester fee:
Students: 5.000 kr
Others: 7.000 kr
The semester fee grants access to all the classes we teach.

Categories
Fréttir

2 vikna K-Pop Námskeið!

Háskóladansinn kynnir!

2 vikna K-Pop námskeið kennt af Amöndu sem er búin að sjá um

K-Pop hjá okkur síðustu annir!

Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum og fimmtudögum í Dance Center Reykjavík og Listdansskóla Íslands.

Verðið fyrir þetta námskeið er 4.000 kr og  hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/c7WbAH9uwsrWUDzi8

Miðvikudaginn 16. febrúar: Dance Center Reykjavík – 21:00 – 22:00

Fimmtudaginn 17. febrúar: Listdansskóli Íslands – 20:00 – 21:00

Miðvikudaginn 23. febrúar: Dance Center Reykjavík – 21:00 – 22:00

Fimmtudaginn 24. febrúar: Listdansskóli Íslands – 20:00 – 21:00

—-

Háskóladansinn introduces!

2 week K-Pop course taught by our very own Amanda!

The course will be taught on Wednesdays and Thursdays in Dance Center Reykjavík and Listdansskóla Íslands.

The price is 4.000 ISK and you can sign up here: https://forms.gle/c7WbAH9uwsrWUDzi8

Wednesday 16th of February: Dance Center Reykjavík – 21:00 – 22:00

Thursday 17th of February: Listdansskóli Íslands – 20:00 – 21:00

Wednesday 23rd of February: Dance Center Reykjavík – 21:00 – 22:00

Thursday 24th of February: Listdansskóli Íslands – 20:00 – 21:00

Categories
Fréttir

Haustönn 2021//Fall semester 2021

[English below]

Haustönn Háskóladansins er runnin í garð. Nánari upplýsingar má finna á facebook og instagram @haskoladansinn.

//

It’s time for the University dance’s fall semester. Check our facebook and instagram page for more info @haskoladansinn.

Categories
Fréttir

Kæru nemendur haustannar 2020

Því miður sjáum við ekki fram á að geta klárað önnina fyrir jól. Við í stjórninni höfum því ákveðið að fresta önninni þangað til ársins 2021. Allir nemendur haustannar verða sjálfkrafa og þeim að kostnaðarlausu skráðir á vorönn Háskóladansins 2021. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á nýju ári geta haft samband við okkur í gegnum póstfangið haskoladansinn@haskoladansinn.is

Categories
Fréttir

Áríðandi tilkynning 4. október

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda sjáum við okkur ekki fært að halda tíma næstu tvær vikurnar. Það verða því engir tímar vikuna 5. – 11. október en á næstu dögum munum við senda út könnun þar sem farið verður yfir möguleika á því að bæta upp tímana. Við viljum biðja ykkur sem flest að taka þátt í könnuninni svo við getum komið til móts við ykkur og vonandi gert eitthvað saman, hvort sem það verður í gegnum netið eða önnin verður lengri.

Vonum að allir séu hressir og vonumst til að sjá ykkur öll að tveimur vikum liðnum ef aðgerðirnar dragast ekki á langinn.

M.b.kv. Stjórn Háskóladansins

Categories
Fréttir

Ný önn háskóladansins byrjar 7. september!

Við erum stolt að geta boðið upp á þrjá einstaklingsdansa á þessari haustönn 2020. Það verða:

  • Choreography workout (Mánudagar, 18:30 – 19:30) í Laugardalshöll
  • Solo jazz (Þriðjudagar, 19:15 – 20:15) í Íþróttasal Háskóla Íslands
  • K-pop dans (Miðvikudagar, 18:30 – 19:30) í Laugardalshöll

Ekki er þörf á fyrri dansreynslu.

Annargjaldið er það sama og hefur verið eða 7.000 kr fyrir háskóla nemendur og 10.000 kr fyrir aðra. Fyrir annargjaldið máttu svo taka þátt í eins mörgum danstímum og þú vilt!

Fyrstu tvær vikurnar (7. – 18. september) eru ókeypis prufuvikur. Einnig viljum við minna á Facebook síðu okkar og Instagram!

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Categories
Fréttir

Áríðandi tilkynning

Háskóladansinn hefur ákveðið með tilliti til ákvörðun stjórnvalda að fresta öllum námskeiðum, dans- og skemmtikvöldum vegna COVID-19.

Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að aflýsa þessari síðustu viku af tímum en vonandi getum við bætt ykkur það upp þegar samkomubanninu líkur. Sendum bestu óskir til ykkar allra og vonum að allir hafi það gott!

Við hvetjum ykkur til að æfa ykkur heima og skoða myndböndin sem eru í boði svo að þið haldið ykkur í góðu dansformi þar sem þegar þessu er lokið ætlum við að fagna því með góðu skemmtikvöldi!

Farið vel með ykkur og skemmtið ykkur varlega!