Háskóladansinn

Háskóladansinn er dansfélag fyrir alla háskólanema. Við gerum okkur grein fyrir því að stúdentar eru ekki fjársterkir svo allt er gert til að halda inngöngugjaldi í lágmarki. Enginn fær greitt fyrir störf sín í þágu félagsins og ágóði er notaðir í starf og uppbyggingu samtakanna. Annargjald veitir aðgang að öllum dönsunum sem Háskóladansinn býður upp á. Þeir dansar geta verið mismunandi eftir önnum. Dæmi um dansa er Lindy hop, Choreo-fitness og K-pop. Háskóladansinn er líka kjörinn staður til að kynnast nýju fólki, Háskóladansinn býður upp á danskvöld og aðrar skemmtanir til að styrkja félagslífið innan hópsins. Kennitala félagsins er 480208-0720 og aðsetur þess Sæmundargata 2, 101 Reykjavík. Lög félagsins má finna hér.