Háskóladansinn er dansfélag fyrir háskólanema. Við gerum okkur grein fyrir því að stúdentar eru ekki fjársterkir svo allt er gert til að halda inngöngugjaldi í lágmarki. Enginn fær greitt fyrir störf sín í þágu félagsins og allir peningar sem aflast eru notaðir í starf og uppbyggingu samtakanna. Annargjald er 7.000 kr. fyrir háskólanema og 10.000 kr. fyrir aðra og veitir það aðgang að öllum dönsunum sem Háskóladansinn býður upp á en það eru Choreography, West Coast Swing,  Swing & Rock’n’Roll og Lindy Hop. Háskóladansinn er líka kjörinn staður til að kynnast nýju fólki, fjölmörg danskvöld eru haldin yfir vikuna þar sem fólk mætir og æfir sporin. Fyrir nánari upplýsingar lítið á Danskvöldasíðuna okkar. Kennitala félagsins er 480208-0720 og aðsetur þess Sæmundargata 2, 101 Reykjavík. Lög félagsins má finna hér.