Categories
Fréttir

Áríðandi tilkynning 4. október

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda sjáum við okkur ekki fært að halda tíma næstu tvær vikurnar. Það verða því engir tímar vikuna 5. – 11. október en á næstu dögum munum við senda út könnun þar sem farið verður yfir möguleika á því að bæta upp tímana. Við viljum biðja ykkur sem flest að taka þátt í könnuninni svo við getum komið til móts við ykkur og vonandi gert eitthvað saman, hvort sem það verður í gegnum netið eða önnin verður lengri.

Vonum að allir séu hressir og vonumst til að sjá ykkur öll að tveimur vikum liðnum ef aðgerðirnar dragast ekki á langinn.

M.b.kv. Stjórn Háskóladansins