Categories
Fréttir

Áríðandi tilkynning

Háskóladansinn hefur ákveðið með tilliti til ákvörðun stjórnvalda að fresta öllum námskeiðum, dans- og skemmtikvöldum vegna COVID-19.

Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að aflýsa þessari síðustu viku af tímum en vonandi getum við bætt ykkur það upp þegar samkomubanninu líkur. Sendum bestu óskir til ykkar allra og vonum að allir hafi það gott!

Við hvetjum ykkur til að æfa ykkur heima og skoða myndböndin sem eru í boði svo að þið haldið ykkur í góðu dansformi þar sem þegar þessu er lokið ætlum við að fagna því með góðu skemmtikvöldi!

Farið vel með ykkur og skemmtið ykkur varlega!