West Coast Swing

West Coast Swing (WCS) er nútímaafbrigði af swingdansi. Grunnstaðan er upprétt, líkari því sem sést hjá samkvæmisdönsunum, en þó ekki reigð. Hann er aðallega dansaður við Contemporary, R&B og Blús tónlist en aðrar tónlistartegundir eru líka notaðar. Sex og átta takta spor mynda grunneiningar dansins, en í raun er þetta tveggja slaga dans, sem gefur dönsurunum mikið frelsi til að skapa sínar eigin hreyfingar og spor. Þetta frelsi, tónlistartúlkunin og sú staðreynd að það er hægt að dansa við margar tónlistartegundir eru ástæðurnar fyrir því hversu hratt þessi ameríski dans hefur vaxið í Evrópu síðusta áratuginn. Þetta myndband veitir ágætisinnsýn í WCS og reyndar pardansa almennt.

Háskóladansinn er með West Coast Swing hóp á facebook. Endilega kíkið á hann og þar má finna nýjustu fréttir af WCS í Háskóladansinum:
WCS á facebook.