FAQ

Þarf ég að koma með dansfélaga?
Nei, ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga. Í paradanstímum er reglulega skipt um dansfélaga þannig að allir fá tækifæri til að dansa.

Má ég koma ef ég er ekki í háskóla?
Já. Aðalmarkhópur félagsins eru háskólanemar en Háskóladansinn er opinn öllum sem vilja taka þátt.

Veitir annargjaldið aðgang að einum dansi eða öllum dönsunum?
Annargjaldið veitir aðgang að öllum dönsunum.

Ég hef aldrei dansað áður, get ég samt tekið þátt?
Já, ekki spurning! Í Háskóladansinum eru bæði kenndir byrjenda- og framhaldstímar og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi!

Þarf ég sérstaka skó eða fatnað?
Nei, en æskilegt er að vera í léttum klæðnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í og þægilegum íþróttaskóm eða léttum flatbotna skóm.

Tekur þetta ekki of mikinn tíma fyrir námsmann?
Hver og einn ræður auðvitað hversu miklu hún/hann tekur þátt í en tímarnir okkar eru um klukkustund hver. Maður fær mikla og skemmtilega hreyfingu sem dugar vel í staðinn fyrir ræktina!