Blues dancingLíkt og aðrir sveifludansar á Blús-dans rætur sínar að rekja til afrískrar rhythma-tónlistar.
Blús var í gegnum tíðina helst dansaður á einstaklingsmáta og þróaðist samhliða djass og blústónlist inni á reykfylltur búllum og blúsklúbbum. Það er einmitt þess vegna sem dansinn byggir mikið á túlkun einstaklingsins á tónlistinni.

Blús-tónlist er gríðarlega fjölbreytt; rock, jazz, fusion, boogaloo og latin svo fáein dæmi séu nefnd og dansinn fjölbreyttur eftir því. Dansinn snýst þannig um góða tengingu milli dansaranna og túlkun þeirra á tónlistinni frekar heldur en ákveðin spor og eða rútínur.

Ef þú fílar blús tónlist þá muntu fíla blús dans!

Wikipediagrein um blús dans

Háskóladansinn er með blús hóp á Facebook. Endilega kíkið á hann og þar má finna nýjustu fréttir af blús dansi í Háskóladansinum:

Blús á Facebook