Sósíal

ATH: Lindy Hop Kennslan!

Vegna verkfalls hjá SFR verða Lindy tímarnir kenndir í Laugardalshöllinni næsta þriðjudag.
Lindy Hop byrj kl 19.15 – 20.15
Lindy Hop frh kl 20.20 – 21.20

By |18. 10. 2015 | 16:08|

ATH: Danskvöld WCS

Danskvöldin hjá West Coast Swing hafa verið færð yfir á þriðjudaga

By |22. 09. 2015 | 17:43|

Skráning hafin!

Skráning á haustönn Háskóladansins er í fullum gangi.

Á þessari önn bjóðum við uppá tíma í Lindy Hop, Salsa, Capoeira, West Coast Swing, Solo Jazz og Swing Rock´n´roll.
Núna stendur yfirfrí prufuvika og hvetjum við fólk til að mæta og kynna sér ólíka dansa.
Hins vegar fyrir þriðju vikuna þurfa allir sem hafa áhuga að sækja tímana áfram þurfa að hafa skráð sig og borgað annargjaldið.
Annargjaldið, sem veitir aðgang í alla dansa, er 10.000 kr. en nemar greiða 7.000.

Hlökkum til að sjá ykkur!

By |15. 09. 2015 | 19:24|

Prufuvika nr. 2

Þá er það komið að því!

Í kvöld byrjum við á síðustu prufuvikunni.
Um að gera að nýta tækifærið í vikunni og sjá hvort að þið finnið ekki örugglega eitthvað við hæfi!

Viljum einnig minna alla á að fyrir næstu viku þurfa þeir sem vilja halda áfram að skrá sig hérna á síðunni og borga. Skráningargjaldið er 7000 kr fyrir nemendur og 10000 fyrir aðra. Fyrir frekari spurningar, þá er hægt að hafa samband við okkur á facebook, í tímum, þar sem stjórnarmeðlimir verða á svæðinu kringum prufuvikurnar, eða gegnum tölvupóstinn haskoladansinn(hjá)haskoladansinn.is.
Svo er hægt að finna alla hópa sem við höldum um fyrir hvern dans í “um okkur” á facebook og hérna á heimasíðunni. Velur bara þann dans og linkurinn að hópnum ætti að vera neðst á síðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur á dansgólfinu!

By |14. 09. 2015 | 12:23|

Samstarf

Vegna skipulags og samskiptaleysi hefur Háskóladansinn slitið samstörfum við Salsamafíunnar. Hinsvegar mun það ekki hafa áhrif á salsakennlunnar á þessari önn hjá okkur.
Við þökkum fyrir Salsamafíunna fyrir öll samstarfs árin.

By |11. 09. 2015 | 15:46|

Haustönn 2015

Jæja gott fólk, þá er komið að þessu! Skráning er hafin fyrir haustönn Háskóladansins.
Að þessu sinni munum við bjóða upp á námskeið í Swing rock’n’roll, Lindy Hop, Salsa og West Coast Swing ásamt því sem Capoeira, sem við kynntum fyrir ykkur í vor, mun snúa aftur.

Við erum einnig stolt af því að bjóða í fyrsta skipti upp á sér námskeið í Solo Jazz og mælum með að fólk kynni sér það nánar.

Haustönnin hefst síðan mánudaginn 7. september með tveimur fríum prufuvikum svo allir geti fundið dans við sitt hæfi. Stundaskráin er birt með fyrirvara um breytingar en allar nánari upplýsingar má finna á vefnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

By |6. 09. 2015 | 18:38|

Tilkynning frá Arctic Lindy Exchange

Hin árlega swing-danshátíð Arctic Lindy Exchange er á næsta leiti. Meðlimir Háskóladansins fá 500 kr. afslátt á alla dansleiki í Reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arctic Lindy Exchange hér.

Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu Arctic Lindy Exchange hér.

F.h. Arctic Lindy Exchange,

Eiki Guðmundsson

By |19. 06. 2015 | 16:38|

Tilkynning frá The Arctic Lindy Exchange

Stærsti swing dans viðburður Íslands verður eins og venjulega í sumar þegar Arctic Lindy Exchange hátíðin ríður yfir. Í tengslum við hana verða ekki einungis 4 böll í Reykjavík heldur líka 1-2 opin partý ásamt sérstöku helgarnámskeiði í Lindy Hop með erlendum kennurum fyrir miðsstigs- og framhaldsdansara. Sjá nánar um það hér (https://www.facebook.com/events/934107369934783/).Til að tryggja sér miða á böllin í Reykjavík í tengslum við hátíðina verður að panta miða í gegnum email – info@arcticlindyexchange.com (miðapöntun er opin)Um er að ræða eftirfarandi böll- Sunnudag 9. ágúst – The Matti Sax Jazz Band Verð: 2.500– Fimmtudag 13. ágúst – DJ-ar Arctic Lindy spila Verð: 1.500– Föstudag 14. ágúst – HG Quartet Verð: 2.500– Laugardag 15. ágúst – Stebbi O’s swingsextett Verð: 2.500-(skráðir meðlimir Háskóladansins fá 500- kr afslátt á hvert ball)ATH: til að tryggja góð böll og að allir gestir skemmti sér vel verður hlutföllum milli herrum og dömum (leaders/followers) haldið sem jöfnustum. Þetta þýðir að besta leiðin til að fá miða er að skrá sig með félaga.

Frímiðar: Það er hægt að tryggja sér frímiða með að hýsa erlendan dansara. Nánar um það hér: https://www.facebook.com/events/316935225172596/

F.h. The Arctic Lindy,
Eiki Guðmundsson

By |29. 04. 2015 | 21:38|

The Arctic Lindy Exchange

Hin árlega alþjóðlega Lindy Hop danshátíð The Arctic Lindy Exchange verður haldin á Íslandi í ágúst. Í tengslum við hana verða 4 dansleikir í Reykjavík og 3 á Ísafirði. Meðlimir Háskóladansins fá 500 kr. afslátt á öll böllin í Reykjavík.Nánari upplýsingar um hátíðina og hvernig er hægt að nálgast miða hér:http://arcticlindyexchange.com/2015/upplysingar-fyrir-islenska-dansara/

F.h. Arctic Lindy Exchange,

Eiki Guðmundsson

By |4. 03. 2015 | 23:10|

Tangó fellur niður út önnina

Vegna dræmrar þátttöku í tangó tímum hjá Háskóladansinum er ekki lengur grundvöllur fyrir því að halda kennslu áfram. Fellur því tangó kennsla niður það sem eftir er af önninni frá og með næstu viku.

Þykir Háskóladansinum miður að þurfa að hætta með námskeiðið og er þeim sem tóku þátt þakkað fyrir þátttökuna.

By |22. 02. 2015 | 22:41|