Sósíal

Vorönn Háskóladansins 2018

 

Vorönn Háskóladansins hefst mánudaginn 15. janúar! Fyrstu tvær vikurnar eru ókeypis prufuvikur fyrir alla sem vilja koma og prófa að dansa, svo endilega nýtið tækifærið og látið sjá ykkur! Boðið verður upp á námskeið í lindy hop, solo jazz, swing&rock n’roll og west coast swing.

 

Það er ekkert mál að byrja að dansa! Til að mæta í námskeið hjá Háskóladansinum þarftu ekki að kunna að dansa, þú þarft ekki að mæta með dansfélaga með þér og þú þarft ekki einu sinni að vera háskólanemi, því við bjóðum alla velkomna!

 

Annargjaldið er einungis 7.000kr fyrir nema (10.000kr fyrir aðra) og veitir það aðgang að öllum danstímum Háskóladansins út önnina ásamt afslætti á helgarnámskeið, böll og aðra viðburði á vegum félagsins. Við erum einnig spennt að kynna nýjan vinaafslátt! Þeir sem hafa verið skráðir meðlimir áður og taka nú vin (einn eða fleiri) með fá 10% afslátt af annargjaldinu – og vinirnir líka!

 

Önnin hefst, eins og áður sagði, 15. janúar og stendur í tíu vikur, eða til 22. mars.

 

Kennarar þessa önnina verða:

 

* Lindy hop (byrjenda og miðstig): Magnús og Ola

* Solo jazz: Kristrún

* Swing & rock n’roll (byrjenda): Haukur og Kristrún

* West coast swing (byrjenda): Helena og Pétur

 

Danstímar fara fram í Laugardalshöll á mánudögum og fimmtudögum, og í íþróttahúsi Háskóla Íslands á þriðjudögum. Þar að auki eru danskvöld í öllum dönsunum í hverri viku. Þau eru haldin á dansgólfum miðbæjarins og verða rækilega auglýst, bæði í danstímum og á Facebook!

 

Miðstigstímar í swing&rock n’roll og í west coast swing munu fara fram fyrir viðkomandi danskvöld og verða í höndum ýmissa kennara.

 

Nánari upplýsingar um dansana og Háskóladansinn má finna í gegnum valmyndina hér að ofan. Við erum líka alltaf tilbúin að svara spurningum, hvort sem er í gegnum skilaboð á Facebook […]

By |6. 01. 2018 | 11:02|

Vorönn Háskóladansins 2017

Vorönn Háskóladansins hefst mánudaginn 9. janúar! Fyrstu tvær vikurnar af hverri önn eru ókeypis prufuvikur fyrir alla sem vilja koma og prófa að dansa, svo endilega nýtið tækifærið og látið sjá ykkur! Boðið verður upp á námskeið í blúsdansi, lindy hop, salsa (í samstarfi við Salsa Iceland), swing&rock’n’roll og west coast swing. Þar að auki bjóðum við í fyrsta skipti upp á námskeið í húlla, í samstarfi við hina frábæru Húlladúllu!

Það er ekkert mál að byrja að dansa! Til að mæta í námskeið hjá Háskóladansinum þarftu ekki að kunna neitt að dansa, þú þarft ekki að mæta með dansfélaga með þér og þú þarft ekki einu sinni að vera háskólanemi, því við bjóðum alla velkomna!

Annargjaldið er litlar 7.000kr fyrir nema (10.000kr fyrir aðra) og veitir það aðgang að öllum danstímum Háskóladansins út önnina ásamt afslætti á helgarnámskeið, böll og aðra viðburði á vegum félagsins. Önnin hefst eins og áður sagði 9. janúar og stendur í tólf vikur, eða út mars.

Kennarar þessa önnina verða:

Blús (byrjenda): Serena og Steve
Húlla: Unnur María “Húlladúlla”
Lindy hop (byrjenda): Harpa og Magnús
Lindy hop (miðstig): Magnús og Ola
Salsa (byrjenda og miðstig): Besim og Rebekka
Swing & rock’n’roll (byrjenda): Haukur og Sigurbjörg
Swing & rock’n’roll (miðstig): Bergdís og Pétur
West coast swing (byrjenda): Amanda og Dino

Danstímar fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, og í íþróttahúsi Háskóla Íslands á þriðjudögum (nákvæmari stundatafla verður auglýst fljótlega). Að auki eru danskvöld í öllum dönsum í hverri viku, sem eru haldin á dansgólfum miðbæjarins og verða rækilega auglýst, bæði í danstímum og hér á Facebook!

Nánari upplýsingar um dansana í gegnum valmyndina að ofan. Við erum líka alltaf tilbúin að svara spurningum, hvort sem er gegnum Facebook-síðu Háskóladansins eða með tölvupósti á haskoladansinn@haskoladansinn.is. Hlökkum til að sjá sem flesta […]

By |22. 12. 2016 | 00:37|

Nýkjörin Stjórn

Kæru félagsmenn,

Í gær klukkan 14 var kosin ný stjórn fyrir starfsárið 2016.

Í nýkjörinni stjórn sitja:

Amanda Christine Carticiano
Haukur Jónasson
Jamie Ashley Kerby
Steinar Örn Erlendsson

Stjórnarhlutverkin verða tilkynnt á heimasíðunni eftir stjórnarskiptarfund.

Fyrrum stjórn þakkar kærlega fyrir árið sem er liðið. Við hlökkum til að halda áfram að dansa í gegnum lífið með ykkur!

By |14. 03. 2016 | 16:56|

ATH. Aðalfundur frestast

Þar sem það kom í ljós að of fá framboð skiluðu sér fyrir fund þá höfum við ákveðið að fresta fundinum fram að 12./13.mars

Aðalfundur Háskóladansins verður haldinnsunnudaginn 12 Mars kl. 13 – 15 í stofu 102 í Gimla, Háskóla Íslands.

 

Dagskrá aðalfundar:

Fundarsetning.

Kosnir fundarstjóri og fundarritari.

Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

Kostning fastra nefnda ef við á.

Lagabreytingar ef fyrir liggja.

Kosin 5 manna stjórn. Sbr 7.gr laga Háskóladansins

Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar

Önnur mál.

Fundarslit.

Allir félagsmeðlimir Háskóladansins mega sitja aðalfund
Framboð til stjórnar auk málefna sem félagar óska eftir að verði tekin fyrir verða að hafa borist á haskoladansinn@haskoladansinn.is

By |3. 03. 2016 | 15:16|

Northern Lights Swing Með Sylvain Pelé

Háskóladansinn stendur fyrir West Coast Swing helgarnámskeiði með Sylvain Pele frá Frakklandi. Sylvain kennir WCS vikulega í París en hann hefur einnig kennt á hinum ýmsum helgarnámskeiðum um Evrópu. Einnig keppir hann í JnJ og Classic.

Nú er röðin komin að Íslandi og mun Háskóladansinn standa fyrir tveggja daga miðstigs og framhaldsnámskeiði í WCS. Guðrún María Jónsdóttir mun kenna með honum.

Hér má sjá Sylvain keppa í Classic Division: https://vimeo.com/152144897

Hér má sjá meira af Sylvain dansa:


Verð:

“Earlybird” fyrir meðlimi Háskóladansins sem rennur út á miðnætti fimmtudaginn 18. febrúar.
– 5.500 kr. fyrir eitt námskeið: Annað hvort miðstigs eða framhalds á (5 klst. af kennslu )
– 8.000 kr. fyrir bæði námskeiðin
– 1000 kr fyrir danskvöld á laugardagskvöld

Seinir að skrá sig og/eða ekki meðlimir í Háskóladansinum:
– 6.500 fyrir eitt námskeið: Annað hvort miðstigs eða framhalds.
– 9.000kr fyrir bæði námskeiðin
– 1500kr á danskvöld á laugardagskvöld

Skráning fer fram á: haskoladansinn@haskoladansinn.is
Reikningsnúmer: 0338-13-221320
Kennitala: 480208-0720

Allar frekari upplýsingar og fréttir eru að finna á Facebook viðburðinum : https://www.facebook.com/events/1192208770789723/

By |15. 02. 2016 | 23:15|

AÐALFUNDUR HÁSKÓLADANSINS 2016

Aðalfundur Háskóladansins verður haldinn laugardaginn 27. febrúar kl. 13 – 15 í stofu 102 í Gimla, Háskóla Íslands.

Dagskrá aðalfundar:

Fundarsetning.
Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Kostning fastra nefnda ef við á.
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Kosin 5 manna stjórn. Sbr 7.gr laga Háskóladansins
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
Önnur mál.
Fundarslit.

Allir meðlimir Háskóladansins mega sitja aðalfund.

Framboð til stjórnar auk málefna sem félagar óska eftir að verði tekin fyrir verða að hafa borist á haskoladansinn@haskoladansinn.is viku fyrir fund eða fyrir miðnætti 20. febrúar

By |9. 02. 2016 | 16:35|

Nýársfögnuður/Miðannarfögnuður!!!!

Háskóladansinn efnir til nýársdansleik/miðannarfögnuður sveifludansana 13.febrúar í Húnabúð, Skeifunni 11.

Miðaverð er:
Meðlimir Háskóladansins: 1500kr
Aðrir: 2000 kr
-og innifalið í því er óvænt ánægja.

Athugið að ENGINN POSI verður á staðnum þannig vinsamlegast mætið með reiðufé fyrir aðgang að fögnuðinum.

Hlökkum mjög mikið til að dansa með ykkur eins og enginn sé morgundagurinn 😀

Frekari upplýsingar eru að finna í Facebook viðburðinum: https://www.facebook.com/events/166569667050967/

By |9. 02. 2016 | 16:26|

Prufuvikurnar!

Þá er komið að því!!
Vorönn Háskóladansins er að hefjast núna næstkomandi mánudag, þann 18. jan!!
Að venju er boðið upp á tvær fríar prufuvikur í upphafi annar, þ.e. frá 18.-28. janúar. Í prufuvikunum gefst kjörið tækifæri til að mæta í tíma og prófa sem flestar danstegundir.

Annargjald Háskóladansins er 7.000 kr. fyrir nema og 10.000 kr. fyrir aðra og gefur það aðgang í alla dansana.

Skráning er hafin á síðunni!

Hlökkum til að sjá ykkur

By |17. 01. 2016 | 18:18|

Gleðilegt Nýtt Ár!

Gleðilegt nýtt dansár!

Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir!

Við höfum nú birt stundatöflunni ,sem hefur verið í vinnslu síðustu vikurnar, undir Stundaskrá & Staðir flipanum þar sem einnig er að vinna staðsetningarnar á námskeiðin.

Síðan er reyndar enn í vinnslu en mikilvægast er að námskeið Háskóladansins vorið 2016 mun hefjast mánudaginn 18. janúar. Að venju er boðið upp á tvær fríar prufuvikur í upphafi annar, þ.e. frá 18.-28. janúar. Í prufuvikunum gefst kjörið tækifæri til að mæta í tíma og prófa sem flestar danstegundir.

Annargjald Háskóladansins er 7.000 kr. fyrir nema og 10.000 kr. fyrir aðra og gefur það aðgang í alla dansana.

Við kynnum einnig Boogie Woogie aftur! Elsti dansinn hjá okkur sem fór í stutta pásu.

Um að gera að kíkja í tímana og hafa gaman með okkur!

Hlökkum til að sjá ykkur!

ath. Háskóladansinn áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef þátttaka telst ekki næg

 

By |5. 01. 2016 | 17:57|

ATH!!

Vegna veikinda þá fellur Sólo Jazz niður í kvöld.

By |19. 10. 2015 | 11:31|