Kæru félagsmenn,

Þar sem okkur hafa ekki borist nein framboð til stjórnar þá ætlum við að fresta aðalfundinum um viku. Aðalfundur verður því haldinn laugardaginn 8. febrúar kl 14. Staðsetning verður tilkynnt fljótlega og dagskrá verður sú sama og áður var kynnt.

Samkvæmt lögum félagsins þurfa framboð til stjórnar og málefni sem félagsmenn óska eftir að tekin verði fyrir að berast stjórn minnst viku fyrir aðalfund eða fyrir 1. febrúar með tölvupósti á haskoladansinn@haskoladansinn.is.

Kær kveðja,

Stjórn Háskóladansins