Árlegur aðalfundur Háskóladansins verður haldinn laugardaginn 1. febrúar klukkan 14, í stofu HT300 í Háskóla Íslands (3. hæð í Háskólatorgi). Rétt til fundarsetu hafa allir félagsmenn.

Framboð til stjórnar skulu berast stjórn minnst viku fyrir aðalfund með tölvupósti á haskoladansinn@haskoladansinn.is. Samkvæmt lögum er kjörgengur til stjórnar hver sá sem hefur verið félagsmaður í minnst tvær annir og er ekki kennari, stjórnarmeðlimur eða starfar að öðru leyti fyrir annað dansfélag.
Málefni sem félagsmenn óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn með tölvupósti minnst viku fyrir aðalfund. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 hlutar fundarmanna samþykki það.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
Fundarsetning.
Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Kosin 5 manna stjórn.
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
Önnur mál.
Fundarslit.