Frá og með næsta þriðjudag verða breytingar á fyrirkomulagi danskvölda. Þessa önn (og hugsanlega lengur) verða sameiginleg danskvöld West Coast Swing og Swing & Rock’n’Roll á þriðjudögum 20:30-22:30 á Mengi, og aðgangseyrir verður 1000 kr.

Hægt er að kaupa 10 skipta klippikort á 6000 kr, annaðhvort á staðnum með reiðufé, eða fyrirfram með millifærslu. Ef þið viljið greiða með millifærslu þá eru reikningsupplýsingar á haskoladansinn.is/greidsluupplysingar/. Vinsamlegast setjið “dans10” sem skýringu til að auðvelda okkur bókhaldið.