Vorönn Háskóladansins hefst mánudaginn 13. janúar. Önnin verður 10 vikur og að vanda eru fyrstu tvær vikurnar ókeypis prufuvikur, endilega nýtið tækifærið og látið sjá ykkur! Háskóladansinn er ekki eingöngu fyrir háskólanema heldur fyrir alla sem vilja taka þátt.

Boðið verður upp á námskeið í West Coast Swing, Choreography, Swing and Rock’n’roll og Lindy Hop. Engin danskunnátta nauðsynleg og þurfið ekki að mæta með félaga, bara góða skapið 🙂