hd_stundatafla_islenska

Vorönn Háskóladansins hefst mánudaginn 14. janúar!
Fyrstu tvær vikurnar eru ókeypis prufuvikur, svo endilega nýtið tækifærið! Það þarf ekki að kunna neitt að dansa, það þarf ekki að mæta með dansfélaga og það þarf ekki einu sinni að vera háskólanemi, því við bjóðum alla velkomna! Stundatöfluna má sjá hér að ofan.

Boðið verður upp á námskeið í lindy hop, salsa, swing&rock’n’roll og west coast swing. Annargjaldið er litlar 7.000kr fyrir nema (10.000kr fyrir aðra) og veitir það aðgang að öllum danstímum Háskóladansins út önnina.

Danstímar fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, og í íþróttahúsi Háskóla Íslands á þriðjudögum. Að auki eru danskvöld í öllum dönsum í hverri viku, sem eru haldin á dansgólfum miðbæjarins og verða rækilega auglýst, bæði í danstímum og hér á Facebook!

Endilega skráið ykkur á Facebook viðburðinn okkar. Við erum líka alltaf tilbúin að svara spurningum, hvort sem er á Facebook eða með tölvupósti á haskoladansinn@haskoladansinn.is. Hlökkum til að sjá sem flesta í danstímum (takið vini ykkar með)!