Gleðilega páska kæru dansarar!
Okkur hefur boðist að vera áhorfendur í sjónvarpssal á Allir geta dansað þann áttunda apríl næstkomandi. Við ætlum því að fjölmenna og vera peppaðasta fólkið í salnum! En ekki hvað?
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á haskoladansinn@haskóladansinn.is með fyrirsögninni “Allir geta dansað”. Við fáum alls tuttugu sæti og félagsmenn hafa forgang í ferðina.

Sjáumst!