Vorönn Háskóladansins hefst mánudaginn 15. janúar! Fyrstu tvær vikurnar eru ókeypis prufuvikur fyrir alla sem vilja koma og prófa að dansa, svo endilega nýtið tækifærið og látið sjá ykkur! Boðið verður upp á námskeið í lindy hop, solo jazz, swing&rock n’roll og west coast swing.
 
Það er ekkert mál að byrja að dansa! Til að mæta í námskeið hjá Háskóladansinum þarftu ekki að kunna að dansa, þú þarft ekki að mæta með dansfélaga með þér og þú þarft ekki einu sinni að vera háskólanemi, því við bjóðum alla velkomna!
 
Annargjaldið er einungis 7.000kr fyrir nema (10.000kr fyrir aðra) og veitir það aðgang að öllum danstímum Háskóladansins út önnina ásamt afslætti á helgarnámskeið, böll og aðra viðburði á vegum félagsins. Við erum einnig spennt að kynna nýjan vinaafslátt! Þeir sem hafa verið skráðir meðlimir áður og taka nú vin (einn eða fleiri) með fá 10% afslátt af annargjaldinu – og vinirnir líka!
 
Önnin hefst, eins og áður sagði, 15. janúar og stendur í tíu vikur, eða til 22. mars.
 
Kennarar þessa önnina verða:
 
* Lindy hop (byrjenda og miðstig): Magnús og Ola
* Solo jazz: Kristrún
* Swing & rock n’roll (byrjenda): Haukur og Kristrún
* West coast swing (byrjenda): Helena og Pétur
 
Danstímar fara fram í Laugardalshöll á mánudögum og fimmtudögum, og í íþróttahúsi Háskóla Íslands á þriðjudögum. Þar að auki eru danskvöld í öllum dönsunum í hverri viku. Þau eru haldin á dansgólfum miðbæjarins og verða rækilega auglýst, bæði í danstímum og á Facebook!
 
Miðstigstímar í swing&rock n’roll og í west coast swing munu fara fram fyrir viðkomandi danskvöld og verða í höndum ýmissa kennara.
 
Nánari upplýsingar um dansana og Háskóladansinn má finna í gegnum valmyndina hér að ofan. Við erum líka alltaf tilbúin að svara spurningum, hvort sem er í gegnum skilaboð á Facebook síðunni okkar eða með tölvupósti á haskoladansinn@haskoladansinn.is. Hlökkum til að sjá sem flest í danstímum (takið vini ykkar með)!