Gleðilegt nýtt dansár!

Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir!

Við höfum nú birt stundatöflunni ,sem hefur verið í vinnslu síðustu vikurnar, undir Stundaskrá & Staðir flipanum þar sem einnig er að vinna staðsetningarnar á námskeiðin.

Síðan er reyndar enn í vinnslu en mikilvægast er að námskeið Háskóladansins vorið 2016 mun hefjast mánudaginn 18. janúar. Að venju er boðið upp á tvær fríar prufuvikur í upphafi annar, þ.e. frá 18.-28. janúar. Í prufuvikunum gefst kjörið tækifæri til að mæta í tíma og prófa sem flestar danstegundir.

Annargjald Háskóladansins er 7.000 kr. fyrir nema og 10.000 kr. fyrir aðra og gefur það aðgang í alla dansana.

Við kynnum einnig Boogie Woogie aftur! Elsti dansinn hjá okkur sem fór í stutta pásu.

Um að gera að kíkja í tímana og hafa gaman með okkur!

Hlökkum til að sjá ykkur!

ath. Háskóladansinn áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef þátttaka telst ekki næg